Fréttir frá skólastarfi

Iðnskólinn veitti mér afskaplega góðan grunn að mínu háskólanámi

1393612_10151799129678285_1244839746_n

Andri og Selma eru bæði útskrifuð frá Iðnskólanum í Hafnarfirði. Þau hafa lagt stund á frekara nám við Glasgow School of Art.

Andri Ingólfsson útskrifaðist frá Iðnskólanum í Hafnarfirði árið 2010. Hann hefur nú fjórum árum síðar lokið BA prófi frá einum af bestu arkitektaskólum í heimi, Glasgow School of Art.

„Þar sem ég er mikið lesblindur og hafði engan áhuga á bóknámi var það ljóst að ég myndi ekki fara hefðbundna menntaskólaveginn,“ segir Andri. „ Mig langaði alltaf að verða arkitekt þegar ég yrði stór. Ég ákvað því að byrja á því að nema smíði til þess að öðlast þekkingu sem gæti fært mig nær draumum mínum um nám í arkitektúr.

image_pdfimage_print

Jón Hersir taugalæknir með fyrirlestur um heilann

2

Jón Hersir taugalæknir ásamt nemendum

Nemendur í áfanganum LOL-103, líffæra- og lífeðlisfræði, fengu góðan gest í gær. Jón Hersir Elíasson, forstöðulæknir taugalækningadeildar við Centralsjukhuset á Skáni í Svíþjóð, hélt þá fyrirlestur um heilann og taugakerfið.

image_pdfimage_print

Hafnfirðingabrandarinn – Lesið og klippt

Brugðið á leik

Brugðið á leik

Síðustu ár hefur skapast sú hefð að höfundar koma og lesa úr bókum sínum fyrir nemendur og starfsfólk Iðnskólans. Fyrir lesturinn fá höfundarnir meðferð hjá nemum í háriðn. Í ár kom Bryndís Björgvinsdóttir og las úr bók sinni Hafnfirðingabrandarinn (sem fjallar einmitt um unglingsstúlku í Hafnarfirði). Hún var stóránægð með hársnyrtinguna, og ráðin, sem hún fékk frá Stefáni Hannessyni Íslandsmeistara.

image_pdfimage_print