Fréttir frá skólastarfi

Tölvubraut – Nýtt námsframboð í Hafnarfirði

ihtolvurbrautNæsta vetur verður hægt að stunda nám á Tölvubraut (TBR13V) í Hafnarfirði. Markmið tölvubrautar er að nemendur öðlist haldgóða þekkingu á sem flestum sviðum tölvutækninnar eins og forritun, kerfisstjórnun, vefþróun og gagnasafnsfræði.

Brautinni er ætlað það hlutverk að vera ávallt í forystu í kennslu tölvunarfræða á framhaldsskólastigi. Nemendur sem ljúka námi á tölvubraut hafa öðlast hagnýta menntun í tölvufræðum sem opnar þeim leiðir til fjölbreyttra starfa. Mikil þörf er fyrir tæknimenntað fólk í þjóðfélaginu. Nemendur eiga greiða leið í frekara nám á háskólastigi og eru eftirsóttir starfskraftar í atvinnulífinu.


Innritun stendur yfir núna. Hafið samband í síma 585-3600 til að fá frekari upplýsingar.

 

image_pdfimage_print

Vorsýning Iðnskólans í Hafnarfirði 2015

vorsyning1

Vorsýning Iðnskólans í Hafnarfirði verður opnuð þann 15. maí næstkomandi klukkan 14 í húsnæði skólans að Flatahrauni 12.

Á sýningunni verða til sýnis verkefni eftir nemendur á lokaári í hönnun og einnig önnur skólaverkefni úr málm og tréhönnun, húsgagnasmíði og starfsbraut.
Í anddyri verður Sölusýning á gömlum húsgögnum í nýjum búningi, eftir nemendur Starfsbrautar.

image_pdfimage_print

Fréttir úr aflvélavirkjun

Fréttir úr aflvélavirkjun
aflv_pelton
Í vetur færði Helgi í Góu skólanum að gjöf tvær forláta vatnsaflstúrbínur sem höfðu dagað uppi í húsakynnum hans. Önnur er af Pelton- gerð en hin af Francis gerð. Nemendur í AVV403 tóku þær í sundur og mátu ástand þeirra. Ákveðið var að skipta um legur í Pelton túrbínunni. Hér má sjá hana sundurtekna. Pelton túrbínur eru gerðar fyrir lítið vatnsmagn en mikla fallhæð. Þessi túrbína hefur greinilega verið heimasmíðuð (made in sveitin) og þóttust eldri nemendur kannast við nöf úr Moskvitch

 

image_pdfimage_print

Sameining Tækniskólans og Iðnskólans í Hafnarfirði

DCIM100MEDIA

Iðnskólinn í Hafnarfirði

Verkefnishópur hefur skilað af sér skýrslu til mennta- og menningarmálaráðherra um fýsileika þess að sameina Iðnskólann í Hafnarfirði og Tækniskólann ehf.

Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði verkefnishóp 18. mars 2015 til þess að kanna fýsileika þess að sameina Iðnskólann í Hafnarfirði og Tækniskólann ehf. Verkefnishópurinn tók þegar til starfa og skilaði niðurstöðu sinni af sér til ráðherra 21. apríl 2015.

Í niðurstöðum hópsins segir að hann hafi komist að þeirri niðurstöðu að fýsilegt sé að sameina skólana í einn skóla undir merki Tækniskólans ehf. Hópurinn telur að verulegur fjárhagslegur ávinningur verði af sameiningu skólanna sem nýta má til uppbyggingar innra starfi þeirra og til sóknar fyrir starfsnám.

Hér má sjá niðurstöðu hópsins fýsileikakönnun
Einnig frétt um skipan hópsins og vinnu hans á vef menntamálaráðuneytisins.

 

image_pdfimage_print