Fréttir frá skólastarfi

Útskrift nýsveina í hársnyrtiiðn

Mynd fengin af Facebook síðu Félags hársnyrtisveinaÚtskrift nýsveina í hársnyrtiiðn fór fram þann 12. apríl. Meistarafélag í hársnyrtiiðn og Félag hársnyrtisveina héldu athöfnina.

Iðan fræðslusetur gaf öllum nýsveinum gjafabréf á námskeið. Þær Ásta Birna Jónasdóttir og Arnrún Bára Finnsdóttir fengu einnig verðlaun frá heildversluninni Regalo fyrir hæstu meðaleinkunn.

Ásta Birna og Arnrún Bára luku báðar burtfaraprófi frá Iðnskólanum í Hafnarfirði. Meistari Ástu er Hrafnhildur Einarsdóttir á Störnuhár. Meistari Arnrúnar er Bryndís Bragadóttir á Hárgreiðslustofu Bryndísar Braga.

image_pdfimage_print

Iðnskólanemar í MaDe – “Made and Designed for Europe”

Kynningin var vel sótt og nemendur okkar stóðu sig með prýði

Kynningin var vel sótt og nemendur okkar stóðu sig með prýði

Nemendur við hönnunardeild Iðnskólans í Hafnarfirði hafa tekið þátt í MaDe-”Made and Designed for Europe”.

Verkefnið var styrkt af Comenius og þátttakendur voru Þýskaland, Pólland, Króatía, Rúmenía og Spánn.

Markmið verkefnisins var hanna kynningarbás fyrir Evrópu, hvert land hafði sitt verkefni og kom í hlut nemenda Iðnskólans að hanna útlit upplýsingastandsins og lógó fyrir verkefnið.

Það voru nemendurnir Helga Rán, Sigríður Margrét  og Eva Kristín sem hönnuðu útlit standsins og Gunnar Ingi sem hannaði lógóið. Verkefnið var unnið í AHL403.

Verkefninu lauk nú í apríl með lokakynningu í Ibbenburen í þýskalandi, þar sem nemendur Iðnskólans kynntu sinn þátt í verkefninu.

image_pdfimage_print