Fréttir frá skólastarfi

Sameining Tækniskólans og Iðnskólans í Hafnarfirði

DCIM100MEDIA

Iðnskólinn í Hafnarfirði

Verkefnishópur hefur skilað af sér skýrslu til mennta- og menningarmálaráðherra um fýsileika þess að sameina Iðnskólann í Hafnarfirði og Tækniskólann ehf.

Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði verkefnishóp 18. mars 2015 til þess að kanna fýsileika þess að sameina Iðnskólann í Hafnarfirði og Tækniskólann ehf. Verkefnishópurinn tók þegar til starfa og skilaði niðurstöðu sinni af sér til ráðherra 21. apríl 2015.

Í niðurstöðum hópsins segir að hann hafi komist að þeirri niðurstöðu að fýsilegt sé að sameina skólana í einn skóla undir merki Tækniskólans ehf. Hópurinn telur að verulegur fjárhagslegur ávinningur verði af sameiningu skólanna sem nýta má til uppbyggingar innra starfi þeirra og til sóknar fyrir starfsnám.

Hér má sjá niðurstöðu hópsins fýsileikakönnun
Einnig frétt um skipan hópsins og vinnu hans á vef menntamálaráðuneytisins.

 

image_pdfimage_print

BYKO styður við kennslu í iðngreinum á framhaldsskólastigi

byko
Við hátíðlega athöfn þann 27. mars síðastliðinn styrkti BYKO Iðnskólann í Hafnarfirði og Fjölbrautaskólann í Breiðholti á veglegan hátt með BOSCH verkfærasetti, sem inniheldur borvél, hjólsög, stingsög og sverðsög auk þess að afhenta þeim glæsilega kolalausra rafhlöðuborvél frá BOSCH.

image_pdfimage_print

Þeir færðu skólanum …

DSCN0431
Skólinn fékk í gær góða heimsókn þegar formaður FÍR ásamt varaformanni sem einnig er starfsmaður hjá Smith og Norland komu færandi hendi. En FÍR og Smith og Norland tóku höndum saman og færðu skólanum 6 iðntölvur ásamt stækkunum og hugbúnaði fyrir þær. Þetta kemur til með að nýtast vel í kennslu í stýringum. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

image_pdfimage_print

Nemendur frá Noregi

20150410_135844

Dagana 10. – 17. apríl erum við með heimsókn hér í skólanum frá Noregi. Hér eru staddir 12 nemendur og 2 kennarar frá Sogndal VGS. Þeir eru nemendur í pípulögnum og eru hér vegna samstarfs Iðnskólans og Sogndal VGS.

Verkefnið er styrkt af Nordplus og er yfirskrift þess “Umhverfisvænar leiðir til upphitunar húsa”. Hér á Íslandi er áherslan fyrst og fremst á jarðhita og hvernig við beislum hann.
image_pdfimage_print