Fréttir frá skólastarfi

Brautskráning frá Iðnskólanum í Hafnarfirði 24. maí 2014

utsriftv2014sm

 

Laugardaginn 24. maí 2014 brautskráðust 57 nemendur af 9 námsbrautum frá Iðnskólanum í Hafnarfirði við hátíðlega athöfn í Hafnarfjarðarkirkju.

 

Frá Iðnskólanum í Hafnarfirði brautskráðust 57 nemendur af 9 námsbrautum.  Brautskráningin fór fram í Hafnarfjarðarkirkju við hátíðlega athöfn þar sem kór starfsfólks – Saungfjelagið Ársæll – flutti tvö lög við mikla hrifningu viðstaddra og Bjartmar Ingi Sigurðsson, nemandi í pípulögnun söng einsöng, lagið Ferðalok.

Sveinn Jóhannsson, aðstoðarskólameistari flutti annál skólans en þar kom m.a fram að miklar breytingar eru framundan í starfsliði skólans.  Til dæmis mun aðstoðarskólameistarinn sjálfur söðla um og hverfa til kennslu næsta haust.

Ávörp fluttu Jóhanna Axelsdóttir fyrir hönd skólanefndar og Aðalheiður Alfreðsdóttir fyrir hönd útskriftarnemenda.  Góður rómur var gerður að ávörpum þeirra en óhætt er að segja að Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Höfuðborgarsvæðisins hafi slegið í gegn þegar hann ávarpaði salinn með gestaávarpi sínu.  Hann hvatti nemendur m.a. til að læra af mistökunum og undirstrikaði að allir geri mistök.

image_pdfimage_print

Myndir frá dimmiteringu

Issi útdeilir mat

Issi útdeilir mat

Þann 25 apríl síðastliðinn dimmiteruðu útskriftarnemar Iðnskólans. Um leið voru kennarar og skólameistari settir í ýmsar þrautir.

image_pdfimage_print