Fréttir frá skólastarfi

Lífsstílsárið

Miðvikudaginn 17. september hefst lífsstílsárið í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli formlega. Nemendur mæta í tíma kl. 11.10 og kennarar skrá viðveru. Eftir það þá koma allir út fyrir framan skólann þar sem sögð verða nokkur orð. Í kjölfarið göngum við góðan hring okkur til heilsubótar og skemmtunar. Sveinn mun, ásamt öðrum göngufrömuðum, leiða.

Þegar við komum til baka þá bíða okkar ávextir og allir fara í matsalinn þar sem verða tónlistaratriði til að létta ennþá betur lundina og þétta raðir. Í kjölfarið verður matarhlé.

image_pdfimage_print

Nýnemadagur haust 2014

Nýnemadagurinn 2014 verður fimmtudaginn 11. september. Gleðin hefst kl. 10:30 og lýkur kl. 13:00. Allir nemendur mæta í skólann samkvæmt stundaskrá. Aðrir nemendur en nýnemar eiga að sækja kennslustundir samkvæmt stundatöflu á þessum tíma.