Fréttir frá skólastarfi

Útskrift frá Iðnskólanum í Hafnarfirði

hopmynd

Útskriftarnemendur haustið 2014

Föstudaginn 19. desember voru þrjátíu og fjórir nemendur útskrifaðir frá Iðnskólanum í Hafnarfirði af átta brautum.

Sex nemendur útskrifuðust af hársnyrtibraut, fjórir af húsasmíðabraut, fimm af pípulagnabraut, einn af rafvirkjabraut, tveir af rennismíðabraut, einn af stálsmíðabraut, tíu af vélvirkjabraut og sex af listnámsbraut hönnun.

image_pdfimage_print

Iðnskólinn veitti mér afskaplega góðan grunn að mínu háskólanámi

1393612_10151799129678285_1244839746_n

Andri og Selma eru bæði útskrifuð frá Iðnskólanum í Hafnarfirði. Þau hafa lagt stund á frekara nám við Glasgow School of Art.

Andri Ingólfsson útskrifaðist frá Iðnskólanum í Hafnarfirði árið 2010. Hann hefur nú fjórum árum síðar lokið BA prófi frá einum af bestu arkitektaskólum í heimi, Glasgow School of Art.

„Þar sem ég er mikið lesblindur og hafði engan áhuga á bóknámi var það ljóst að ég myndi ekki fara hefðbundna menntaskólaveginn,“ segir Andri. „ Mig langaði alltaf að verða arkitekt þegar ég yrði stór. Ég ákvað því að byrja á því að nema smíði til þess að öðlast þekkingu sem gæti fært mig nær draumum mínum um nám í arkitektúr.

image_pdfimage_print

Jón Hersir taugalæknir með fyrirlestur um heilann

2

Jón Hersir taugalæknir ásamt nemendum

Nemendur í áfanganum LOL-103, líffæra- og lífeðlisfræði, fengu góðan gest í gær. Jón Hersir Elíasson, forstöðulæknir taugalækningadeildar við Centralsjukhuset á Skáni í Svíþjóð, hélt þá fyrirlestur um heilann og taugakerfið.

image_pdfimage_print