Fréttir frá skólastarfi

Skólagjöld og innritun

Nemendur fá SMS og tölvupóst frá skólanum vegna skólagjalda, einnig er hægt að skoða tölvupóstinn undir flipanum “Skilaboð” í Innu. Kröfur nemenda sem eru undir 18 ára aldri eru stofnaðar á kennitölu aðstandandanda nr. 1 samkvæmt Innu, og koma því í þann heimabanka. Allar kröfur á nemendur undir 18 ára verða stofnaðar þannig. Þeir sem greiða eftir eindaga fara á biðlista og getur skólinn ekki ábyrgst skólavist þeirra.

Biðlistar

Tekið er við umsóknum á biðlista á valdar brautir þar til skóli hefst í ágúst. Nánari upplýsingar eru á menntagátt.

Innritun í Meistaraskóla og dreifnám haustönn 2015.

Innritun í dreifnám er opin fram í ágúst og kröfur vegna skólagjalda dreifnáms verða stofnaðar í ágúst. Tilkynning um kröfuna verður send í tölvupósti þegar hún hefur verið stofnuð.

image_pdfimage_print

Höfðingleg gjöf

Þór Pálsson skólameistari og Ólafur Bjarnason deildarstjóri málmiðna taka á móti suðuvélunum.

Þór Pálsson skólameistari og Ólafur Bjarnason deildarstjóri málmiðna taka á móti suðuvélunum.

Iðnskólinn í Hafnarfirði tók í vikunni á móti höfðinglegri gjöf. Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar, Marel og Héðinn ásamt fleiri fyrirtækjum gáfu þá skólanum tólf splunkunýjar suðuvélar frá Landvélum.

Vélarnar eru af gerðinni Kemppi en það fyrirtæki hefur meira en sextíu ára reynslu af hönnun og framleiðslu suðuvéla og er leiðandi á heimsvísu í dag.

image_pdfimage_print

Brautskráning frá Iðnskólanum í Hafnarfirði

Útskriftarhópurinn frá Iðnskólanum í Hafnarfirði vorið 2015.

Útskriftarhópurinn frá Iðnskólanum í Hafnarfirði vorið 2015

Vorið 2015 útskrifuðust sextíu nemendur frá Iðnskólanum í Hafnarfirði í fallegri og hátíðlegri athöfn í Víðistaðakirkju.

Átta útskrifuðust frá hársnyrtibraut, þrír af húsasmíðabraut, sex af húsgagnasmíðabraut, ellefu af pípulagnabraut, átta af rafvirkjabraut, einn af rennismíðabraut, tveir af stálsmíðabraut, sex af vélvirkjabraut, þrír af starfsbraut, þrír af listnámsbraut, níu af tækniteiknunarbraut.

image_pdfimage_print

Tölvubraut – Nýtt námsframboð í Hafnarfirði

ihtolvurbrautNæsta vetur verður hægt að stunda nám á Tölvubraut (TBR13V) í Hafnarfirði. Markmið tölvubrautar er að nemendur öðlist haldgóða þekkingu á sem flestum sviðum tölvutækninnar eins og forritun, kerfisstjórnun, vefþróun og gagnasafnsfræði.

Brautinni er ætlað það hlutverk að vera ávallt í forystu í kennslu tölvunarfræða á framhaldsskólastigi. Nemendur sem ljúka námi á tölvubraut hafa öðlast hagnýta menntun í tölvufræðum sem opnar þeim leiðir til fjölbreyttra starfa. Mikil þörf er fyrir tæknimenntað fólk í þjóðfélaginu. Nemendur eiga greiða leið í frekara nám á háskólastigi og eru eftirsóttir starfskraftar í atvinnulífinu.


Innritun stendur yfir núna. Hafið samband í síma 585-3600 til að fá frekari upplýsingar.

 

image_pdfimage_print