Fréttir frá skólastarfi

Nemendastarf

Myndvinnslu og ljósmyndaklúbb skólans vantaði almennilega aðstöðu fyrir starfsemi sína og var vel í það tekið af skólanum.green

Okkur hlotnaðist afnot af stofu 121 í Áhaldahúsinu þar sem listnámið hafði verið til húsa áður en það var flutt að Flatahrauni 3.
Áhugi nemenda var mikil og því var ekki eftir neinu að bíða og hafist var handa að fullum krafti. Ákveðið var að setja upp svokallað Green screen fyrir Videó ásamt því að taka frá pláss fyrir ljósmyndastúdíó.

Það var unnið myrkranna á milli, pússað sparslað og málað, enda ekki vanþörf á. Mikil gleði ríkti meðal allra er að vinnunni komu þó sumum (aðallega kerfistjóra sem er gamall rumur) hafi ekki líkað tónlistin.

Nú þegar hefur heilmikil vinna átt sér stað og uppsetning gengur vel og mun án efa halda áfram á sömu braut. Enda hafa margir lagt sitt að mörkum ekki síst Sigurður húsvörður sem ávallt hefur verið boðinn og búinn að rétta fram hjálparhönd.


Nemendur skólans eiga svo sannarlega heiður skilið og geta foreldrar þessara ungmenna verið stoltir.

Og vil ég þakka öllum þeim sem komið hafa að þessu verkefni.
Garðar Þór Ingvarsson
Kerfisstjóri Iðnskólans í Hafnarfirði

Ef þú vilt kynna þér betur hvað Green screen sé smelltu þá hér

Green screen
Green screen
« 1 of 14 »

 

image_pdfimage_print

Heimsókn úr Áslandsskóla

Óvenju mikið líf hefur verið í skólanum siðustu morgna. Það voru nemendur úr 5. til 7. bekk Áslandsskóla, ásamt kennurum, sem komu í heimsókn og fengu að skoða skólann og kynnast hinum ýmsu iðngreinum, tækjum og tólum. Virkilega áhugasamir og flottir krakkar sem gaman var að fá til okkar. Heimsóknin var hluti af þemaviku um vísindi og tækni hjá Áslandsskóla.
aslandskoli800

image_pdfimage_print